Almennt
Við hjá Kreó kappkostum við að veita okkar viðskiptavinum fyrsta flokks þjónustu. Við höfum sett nokkur almenn viðmið til að fara eftir en reynum þó að vera svegjanleg og koma til móts við þarfir okkar viðskiptavina. Ef þú hefur einhverja spurningu eða ábendingu endilega sendu okkur póst á kreo@kreo.is og við munum bregðast fljótt og örugglega við.

Vöruskil
Við bjóðum öllum viðskiptavinum að skila vöru innan 14 daga eftir kaup og skipta í aðra vöru eða fengið hana að fullu endurgreidda. Þér er því óhætt að kaupa og prófa vöruna hjá þér og skila aftur ef hún passar þér ekki. Ath. að varan þarf að vera í upprunalegu ástandi og allir aukahlutir þurfa að fylgja.

Greiðslufyrirkomulag
Viðskiptavinir geta greitt með kreditkorti, fengið greiðsluseðil (Pei) eða millifært. Einnig er hægt að dreifa greiðslum með Pei fari upphæð yfir 25.000.

Sendingarkostnaður
Við sendum vöruna heim að dyrum hvert á land sem er fyrir 790 kr. en enginn sendingarkostnaður er hjá okkur ef verslað er fyrir 9.990 eða meira. Einnig er möguleiki á að sækja vöruna til okkar með því að hafa samband við okkur í gegnum facebook eða senda tölvupóst á kreo@kreo.is.

Afhendingartími
Eftir að gengið hefur verið frá greiðslu á pöntun er almennur afhendingartími 1-2 dagar á höfuðborgarsvæðinu og 1-4 utan þess.

Updating…
  • Engin vara í körfu.